Snjóflóðið tengist loftslagsbreytingum

Draghi á blaðamannafundi í dag.
Draghi á blaðamannafundi í dag. AFP

Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi, segir snjóflóð sem féll frá stærsta jökli í ítölsku Ölpunum eiga rætur að rækja til loftslagsbreytinga.

Snjóflóðið varð að minnsta kosti sjö að bana í gær og eru þverrandi líkur á því að fólk finnist á lífi en 14 er enn saknað.

„Þetta er harmleikur sem er að vissu leyti ófyrirsjáanlegur en án efa tengdur hnignun umhverfis og loftslagsástandsins,“ sagði Draghi en methiti mældist á toppi jökulsins í gær.

Flogið yfir jökulinn.
Flogið yfir jökulinn. AFP

Ómögulegt er fyrir björgunarsveitarmenn að framkvæma leit á vettvangi af ótta við að jökullinn kunni enn að vera óstöðugur.

Ástandið eins og um miðjan ágúst

Massimo Frezzotti, prófessor við Roma Tre háskólann, sagði við AFP að hrunið úr jöklinum væri af völdum óvenju hlýs veðurs sem tengist hlýnun jarðar. Síðasta vetur hafi verið mjög þurrt og úrkoman minnkað um 40 til 50 prósent.

„Núverandi ástand jökulsins er eitthvað sem við myndum búast við að sjá um miðjan ágúst, ekki í byrjun júlí,“ sagði hann.

Frá blaðamannafundinum.
Frá blaðamannafundinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert