Neyðarástand á Ítalíu vegna þurrka

Veiðimaður stendur á sandi skammt frá Linarolo á Ítalíu, suður …
Veiðimaður stendur á sandi skammt frá Linarolo á Ítalíu, suður af bænum Pavia í norðurhluta landsins. AFP/Piero Cruciatti

Ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í fimm héruðum í norðurhluta landsins og tilkynnt um úthlutun úr neyðarsjóðum vegna mikilla þurrka undanfarnar vikur.

Þing landsins sagði að neyðarástandið muni ríkja til 31. desember. 36,5 milljónum evra, eða um 5 milljörðum króna, verður veitt til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda.

Óvenjumikil hitabylgja hefur gengið yfir Ítalíu og lítið hefur verið um rigningu, sérstaklega á landbúnaðarsvæðinu Po Valley í norðurhluta landsins. Þar hafa þurrkarnir ekki verið verri í 70 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert