Boris rak ráðherra sem hvatti hann til afsagnar

Michael Gove hefur verið rekinn úr ríkisstjórn Boris Johnson.
Michael Gove hefur verið rekinn úr ríkisstjórn Boris Johnson. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni, en hann hvatti Johnson til að segja af sér í dag.

BBC greinir frá þessu en Johnson er sagður hafa hringt í Gove fyrr í kvöld og rekið hann.

„Þú getur ekki haft snák sem stendur ekki með þér í neinum stórum ágreiningsmálum sem segir síðan við blaðamenn að leiðtoginn verði að fara,“ hefur BBC eftir heimildarmanni.

Johnson sagðist fyrr í dag ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að á tugir þingmanna og ráðherra hafi sagt af sér á síðastliðnum sólarhring í mótmælaskyni gagnvart Johnson, þar á meðal fimm ráðherrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert