Stór nöfn bætast í formannsslaginn

Barist verður um stól Johnsons.
Barist verður um stól Johnsons. AFP

Þrír þingmenn til viðbótar hafa bæst í baráttuna um formannssæti Íhaldsflokksins; Sajid Javid, fyrrverandi fjármála- og heilbrigðisráðherra, Nadhim Zahawim fjármálaráðherra og Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. 

Boris Johnson sagðist myndu segja af sér sem formaður flokksins á fimmtudaginn og stíga til hliðar sem forsætisráðherra í haust.

Átta manns sækjast því eftir formannssætinu og þar með forsætisráðherrastólnum.

Þessi hafa gefið kost á sér í embættið:

  • Tom Tug­end­hat formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar breska þings­ins
  • Su­ella Bra­verm­an dóms­málaráðherra
  • Steve Baker þingmaður
  • Ris­hi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Bret­lands
  • Sajid Javid, fyrrverandi fjármála- og heilbrigðisráðherra
  • Nadhim Zahawim fjármálaráðherra
  • Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert