Fundur flughersins var skotmark Rússa

Rússar segjast ekki hafa ætlað að ráðast á almenna borgara í úkraínsku borginni Vinnytsia í gær heldur fund úkraínska flughersins og fulltrúa vestrænna birgja. 23 fórust í árásinni, að sögn Úkraínumanna, þar á meðal þrjú börn.

„Þegar loftárásin var gerð var haldinn fundur úkraínska flughersins með fulltrúum erlendra vopnabirgja," sagði rússneska varnarmálaráðuneytið.

„Þeim sem tóku þátt í fundinum var tortímt í loftárásinni."

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, lýsti árásinni sem hryðjuverki í gær. Í ávarpi sínu sagði hann að Rússlandi eigi að vera skilgreint sem hryðjuverkaríki. 

Lögregluþjónar standa við ónýta bíla eftir loftárás Rússa á Vinnytsia …
Lögregluþjónar standa við ónýta bíla eftir loftárás Rússa á Vinnytsia í gær. AFP/Sergei Supinsky
Þessi bygging skemmdist illa í loftárásinni.
Þessi bygging skemmdist illa í loftárásinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert