Dragi úr orkunotkun til að lifa af veturinn

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur beðið aðildarríkin um að draga úr orkunotkun sinni svo að Evrópa geti lifað af veturinn án rússneskrar orku. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur síðastliðna daga hótað að stöðva gasútflutning frá Rússlandi til aðildarríkja sambandsins.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Verða að vera viðbúin því versta

„Við erum að undirbúa okkur fyrir hvaða möguleika sem er, hvort sem það eru truflanir eða algjör stöðvun á gasútflutningi. Ef það versta gerist þá verðum við að vera viðbúin,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Rússland minnkað gasúflutning til aðildarríkja ESB. Sambandið hefur reynt að fá gas frá öðrum ríkjum, t.d. Bandaríkjunum, Noregi o.fl., en Alþjóðaorkumálastofnunin hefur varað við því að þær aðgerðir muni einfaldlega ekki duga.

ESB hefur gert drög að aðgerðaráætlun sem tekur á þessu vandamáli þar sem ýmsar takmarkanir verða settar á orkunotkun ríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert