Rússum er ekki treystandi að mati Selenskí

Selenskí ávarpar þjóð sína daglega eða svo gott sem.
Selenskí ávarpar þjóð sína daglega eða svo gott sem. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði úkraínsku þjóðina í gærkvöldi og sagði lítið hægt að treysta á samninga við Rússa.

Selenskí sagði árás Rússa á hafnarsvæðið í Odessa í gær sýna að Rússum sé ekki treystandi og þeir standi ekki við samninga eða samkomulag.  Árásin var gerð ein­um degi eft­ir að Rúss­land og Úkraína komust að sam­komu­lagi um að hefja aft­ur út­flutn­ing á korni frá land­inu

Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins sagði í dag að Rússar hefðu sprengt hernaðarlega mikilvæg skotmörk í árásinni á Odessa. Árásin hafi verið nákvæm og hafi valdið skemmdum á hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert