Bóluefni gegn öllum afbrigðum veirunnar lofar góðu

Vísindamenn segja að það sé gríðarleg áskorun að búa til …
Vísindamenn segja að það sé gríðarleg áskorun að búa til bóluefni sem nær til mismunandi afbrigða kórónuveirunnar. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Vísindamenn í Francis Crick stofnuninni í London hafa fundið bóluefni sem „lofar góðu“ til að vinna gegn öllum afbrigðum kórónuveirunnar sem og hinu almenna kvefi. Guardian segir frá.

Vísindamennirnir segjast hafa fundið leið til þess að einangra hluta úr broddpróteini Sars-CoV-2 veirunnar. Þeir telja að ef hægt er að beina bólusetningu að þeim hluta broddpróteinsins gæti hún dugað gegn öllum afbrigðum veirunnar. 

Vísindamennirnir segja að það sé gríðarleg áskorun að búa til bóluefni sem nær til mismunandi afbrigða veirunnar, því þær séu ólíkar innbyrðis. Þær stökkbreytast hratt og veita litla vörn gegn öðrum afbrigðum veirunnar, sem er ástæðan fyrir því að fólk getur smitast af mörgum afbrigðum kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert