Rússar noti kjarnorkuverið sem skjöld

Rússneskur hermaður við kjarnorkuverið.
Rússneskur hermaður við kjarnorkuverið. AFP

Framkvæmdastjóri úkraínska kjarnorkufyrirtækisins Enerhoatom sakar rússneska hermenn um að breyta Saporisjía-kjarnorkuverinu í herstöð og nýta það til þess að ráðast gegn úkraínskum hermönnum.

Framkvæmdastjórinn, Petró Kotín, segir að ógnin sem steðji að verinu sé mikil en staðurinn sé samt sem áður enn öruggur. 

„Rússneskar hersveitir nota kjarnorkuverið eins og skjöld gegn úkraínskum hermönnum, því enginn frá Úkraínu ætlar að reyna að búa eitthvað til. Úkraínski herinn veit að þarna er úkraínskt starfsfólk og að þetta er úkraínsk verksmiðja svo við ætlum ekki að drepa fólkið okkar, starfsfólkið okkar og skemma innviði okkar,“ segir Kotín.

Undir stjórn rússneskra hermanna síðan í mars

Hann segir að 500 úkraínskir hermenn séu við verið. Dögum saman hafa Úkraínumenn og Rússar sakað hvorir aðra um að hafa skotið að kjarnorkuverinu. 

Úkraínsk yfirvöld segja að tveir starfsmenn hafi særst og að þrír geislaskynjarar séu skemmdir. 

Kjarnorkuverið hefur verið undir stjórn rússneskra hermanna síðan í byrjun mars en úkraínskir tæknimenn reka það þó enn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert