Lögreglan rannsakar hótun sem J.K. Rowling barst

J.K. Rowling skrifaði bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter.
J.K. Rowling skrifaði bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter. AFP

Skoska lögreglan rannsakar nú hótun sem rithöfundinum J.K. Rowling barst eftir að hún lýsti yfir stuðningi við rithöfundinn Salman Rushdie sem varð fyrir stunguárás á föstudag.

Rowling deildi skjáskotum af skilaboðum sem hún fékk þar sem segir: „Ekki hafa áhyggjur, þú ert næst“.

BBC greinir frá því að sami Twitter-notandi hafi hyllt manninn sem réðst á Rushdie. Aðgangurinn er skráður í Pakistan og er búið að fjarlægja tístið. 

Í tísti á föstudag sagðist Rowling harma árásina og vona að Rushdie myndi ná sér. 

Talsmaður skosku lögreglunnar staðfesti að verið væri að rannsaka hótunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert