Jöklar í Sviss minnkað um helming

Náið hefur verið fylgst með bráðnun jökla í Ölpunum og …
Náið hefur verið fylgst með bráðnun jökla í Ölpunum og víðar frá því snemma á 20. áratugnum. AFP/Fabrice Coffrini

Svissneskir jöklar hafa minnkað um helming síðan árið 1931, að sögn svissneskra vísindamanna.

Náið hefur verið fylgst með bráðnun jökla í Ölpunum og víðar frá því snemma á 20. áratugnum, sem vísindamenn segja stafa af loftslagsbreytingum. Hingað til hefur aftur á móti verið lítil innsýn í hvernig jöklar breyttust fyrir það.

Vísindamenn hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að rúmmál jökla hafi minnkað um helming á tímabilinu 1931 og 2016. Þá hafi þeir minnkað um tólf prósent til viðbótar á síðastliðnum sex árum.

Rhone-jökullinn árin 2015 og 2022.
Rhone-jökullinn árin 2015 og 2022. AFP

Aðeins pínulitlir blettir eftir

Sýndu þeir meðal annars myndir hlið við hlið sem sýndu sama svæðið með næstum aldar millibili, sem gefur til kynna þá gríðarlegu breytingu sem hefur átt sér stað.

Fiescher-jökullinn líktist til dæmis gríðarstóru íshafi árið 1928, en árið 2021 voru aðeins nokkrir pínulitlir hvítir blettir eftir.

Þar sem myndirnar sem notaðar voru í rannsókninni voru teknar á mismunandi árum var árið 1931 notað til viðmiðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert