180 flugferðum til og frá Portúgal og Spáni aflýst

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Um 180 flugferðum til og frá Portúgal og Spáni hefur verið aflýst vegna verkfalla hjá flugvallarstarfsmönnum. Bætist þar með við enn eitt verkfallið sem hefur áhrif á flugumferð í Evrópu í sumar.

Flugvallarrekandinn ANA í Portúgal tilkynnti í dag að búið væri að aflýsa 150 flugferðum í dag og á morgun en starfsmenn flugvalla í Lissabon, Portó og fleiri borgum eru í verkfalli fram á sunnudagskvöld.

Ryanair neyddist til að aflýsa um 100 flugferðum um helgina. Starfsmennirnir krefjast þess að laun þeirra verði hækkuð tafarlaust svo þau geti endurheimt kaupmátt sinn.

Einnig þurfti að aflýsa 24 innanlandsflugferðum á Spáni á vegum Iberia Express. Mun það hafa áhrif á þrjú þúsund ferðamenn samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert