173 almennir borgarar fallið í átökum í Suður-Súdan

Fjöldi óbreyttra borgara féll í pólitískum átökum í Suður-Súdan í …
Fjöldi óbreyttra borgara féll í pólitískum átökum í Suður-Súdan í febrúar og maí á þessu ári. AFP

Fjöldi óbreyttra borgara féll í átökum í Suður-Súdan í febrúar og maí á þessu ári. Auk þess urðu konur og börn fyrir líkamsárásum samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Átök hersveita sem eru hliðhollar Salva Kiir forseta og keppinautar hans, Riek Machar varaforseta, í Unity-fylki náðu til að minnsta kosti 28 þorpa í þremur sýslum. Féllu 173 manns í átökunum og 37 konum og börnum var rænt.

Mörg þeirra sem var rænt urðu fyrir kynferðisofbeldi. Fórnarlömbin voru allt niður í átta og níu ára gamlar stúlkur. Ofbeldið varð til þess að 44.000 manns flúðu heimili sín en alls var skráð 131 tilfelli af nauðgunum og hópnauðgunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert