Margrét Þórhildur sendi Karli bréf

Margrét Þórhildur Danadrottning.
Margrét Þórhildur Danadrottning. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning birti í kvöld bréf sem hún sendi Karli III. Bretakonungi í kjölfar andláts móður hans og drottningar til 70 ára, Elísabetar II.

Þar færir hún Karli og eiginkonu hans, Kamillu drottningu, sínar „hlýjustu hugsanir og bænir“.

„Móðir þín var virkilega mikilvæg mér og minni fjölskyldu. Hún gnæfði yfir aðra evrópska konungborna þjóðhöfðingja og var okkur öllum mikill innblástur,“ segir í bréfi Danadrottningar.

Heimurinn breyst til muna

Bætir hún við að Elísabetar verði sárt saknað og að þjónusta hennar í garð bresku þjóðarinnar og þjóða samveldisins sé fordæmalaust afrek. Á löngu æviskeiði hafi bæði heimurinn og þjóð hennar breyst til muna.

„Í gegnum valdatíð hennar, á erfiðum en líka góðum tímum, lék hún mikilvægt hlutverk sem sameiningartákn, virt en einnig elskuð og dáð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert