Skotárás í Uvalde

Lögregla hefur ekki náð tökum á aðstæðum. Mynd úr safni.
Lögregla hefur ekki náð tökum á aðstæðum. Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti tveir eru særðir eftir skotárás í almenningsgarðinum Memorial Park í borginni Uvalde í Texas í Bandaríkjunum. ABC greinir frá.

Árásin er talin tengjast glæpagengjum, að því er fram kemur í tísti lögreglunnar í Texas. Bandaríski fréttamiðillinn KSAT greinir frá því að tvö ungmenni hafi særst í árásinni.

Biðja fólk að halda sig fjarri

Lögreglan hefur verið kölluð á vettvang en hefur ekki enn náð tökum á aðstæðum og hefur því beðið fólk að halda sig fjarri almenningsgarðinum. 

Er þetta önnur skotárásin á svæðinu á stuttum tíma en í maí síðastliðnum létust nítján börn og tveir fullorðnir í skotárás í Robb-grunnnskólanum í Uvalde.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert