Leynilegar kosningar í fyrsta sinn valda töfum

Kosið er í Svíþjóð í dag. Fyrsta skipti eru kosningarnar …
Kosið er í Svíþjóð í dag. Fyrsta skipti eru kosningarnar leynilegar að fullu. mbl.is/Gunnlaugur

Töluverðar raðir hafa skapast við kjörstaði í Svíþjóð í dag, kjósendum til mikillar gremju. Ástæðan er talin vera nýjar reglur um framkvæmd kosninganna sem fela í sér að kjósandinn fær að njóta leyndar er hann velur lista þess flokks sem hann hyggst kjósa.

„Ný staðsetning kjörseðla og skipulag þeirra er aðeins að trufla. Maður er ekki vanur að hafa þetta svona,“ segir Lars-Olof Collin, formaður kjörstjórnar í Södertälje, er sænska ríkissjónvarpið, SVT, leitaði skýringa á töfunum.

Í Svíþjóð eru kjörseðlar merktir með merkjum framboðanna til þess að tryggja að kjósendur séu vel meðvitaðir um lista hvers flokks sem þeir eru að veita atkvæði. Framkvæmd kosninganna hefur verið frábrugðin t.d. því sem þekkist hérlendis að því leyti að kjörseðlar hafa legið frammi fyrir allra augum og kjósanda gert að velja seðil svo aðrir sjái og fara með hann í kjörklefann.

Talning gæti tafist

Nýju reglurnar eiga að auka öryggi kosninganna og geta nú kjósendur valið kjörseðil þess flokks sem þeir hyggjast kjósa bak við þar til gert skilrúm. Vegna þessara breytinga á fyrirkomulaginu var varað við töfum í morgun.

Áætlað er að seinagangur á kjörstöðum kunni að verða til þess að tafir verði á talningu. Kjörstöðum verður lokað klukkan 20 að staðartíma, en þeir sem þá eru í röð fá allir að kjósa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert