Magdalena Andersson segir af sér

Magdalena Andersson víkur sem forsætisráðherra.
Magdalena Andersson víkur sem forsætisráðherra. AFP

Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti í dag að hún muni segja af sér sem forsætisráðherra. Afsögn hennar kemur í kjölfar þess að hægriblokkin bar sigur úr bítum í þingkosningum þar í landi samkvæmt frumniðurstöðum kosninganna sem voru á sunnudaginn.

Þegar næstum öll atkvæði úr kosningunum hafa verið talinn stefnir allt í sigur hægriblokkarinnar. Samkvæmt þeim tölum sem liggja nú fyrir hlaut hægriblokkin leidd af Ulf Kristersson, formanni Moderatarna, samtals 176 sæti á þingi. Það er þremur fleiri en vinstriblokkin sem er er undir forustu Magdalenu Andersson.

Á blaðamannafundi í dag tilkynnti Magdalena að þótt að enn væri verið að telja síðustu atkvæðin væri ljóst að hægriblokkin myndi vinna meirihluta þingsæta. „Á morgun mun ég afhenda afsögn mína sem forsætisráðherra,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert