Ákærð vegna auglýsingar á Instagram

Kim Kardashian í mars síðastliðnum.
Kim Kardashian í mars síðastliðnum. AFP/Patrick T. Fallon

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur ákært Kim Kardashian fyrir að hafa auglýst EthereumMax á Instagram-síðu sinni.

Raunveruleikastjarnan hlaut 250.000 dollara, eða um 36 milljónir króna, greiddar fyrir að auglýsa rafmyntina á síðunni án þess að geta þess að hún fékk greitt fyrir það, að sögn yfirvalda.

Kardashian hefur samþykkt að greiða 1,26 milljónir dollara, eða um 183 milljónir króna, í sekt.

Hún hefur einnig samþykkt að auglýsa enga rafmynt næstu þrjú árin, því er BBC greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert