Norður Kórea skaut flugskeyti yfir Japan rétt í þessu eða klukkan 7:48 um morguninn á staðartíma. Flugskeytið flaug yfir landsvæði Japan áður en það hafnaði í Kyrrahafinu.
Neyðarútsending birtist þá í sjónvarpinu í Japan sem hvatti íbúa á ákveðnum svæðum til að leita skjóls eða halda sig innandyra.
Mikil spenna hefur verið að byggjast upp á svæðinu undanfarið en í gær skaut Norður-Kórea um tuttugu flugskeytum yfir Suður-Kóreu en þar lenti ein nálægt ströndum landsins.