Árásir á úkraínskar borgir halda áfram

Fólk safnast sama við gíg af völdum flugskeytis í Kænugarði …
Fólk safnast sama við gíg af völdum flugskeytis í Kænugarði í síðasta mánuði. AFP/Dimitar Dilkoff

Rússar héldu áfram árásum sínum á borgir víðs vegar um Úkraínu í morgun. „Tvö flugskeyti voru skotin niður yfir Kænugarði. Upplýsingar hafa ekki borist um dauðsföll og skemmdir,“ greindu embættismenn í höfuðborginni frá.

Embættismenn í borgunum Dnipro og Odessu sögðu einnig frá árásum Rússa, sem hafa beint sjónum sínum að orkuinnviðum. Rafmagnsleysi hefur fyrir vikið verið viðvarandi vandamál í Úkraínu. 

„Þeir eru að skjóta á gasframleiðsluna okkar og fyrirtæki okkar í Dnipro,“ sagði forsætisráðherrann Denys Shmygal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert