Tyrkir gripu til loftárása

Frá varnarmálaráðuneyti Tyrkja.
Frá varnarmálaráðuneyti Tyrkja. AFP

Her Tyrklands varpaði tugum sprengja á borgir í sjálfstjórnarhéruðum Kúrda í Sýrlandi, í morgun. Talið er að um sé að ræða andsvar Tyrkja við sprengingu sem varð í Istanbúl síðustu helgi. 

Um þrjátíu létu lífið í árásunum í morgun. Meðal látinna eru ellefu almennir borgarar, einn blaðamaður og tólf hermenn Sýrlandshers. 

Loftárásirnar beindust að borgunum Raqa, Aleppo og Hassakeh í norðurhluta Sýrlands, þar sem lýðræðissveitir landsins hafa yfirráð. Tyrkir telja sterk tengsl vera milli sveitanna og Verkamannaflokks Kúrda. 

Lýðræðissveitir Sýrlands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að árásunum verði svarað í sömu mynt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert