Tesla innkallar 321 þúsund bíla

Nýir Tesla-bílar í Kaliforníu.
Nýir Tesla-bílar í Kaliforníu. AFP/Justin Sullivan/Getty

Tesla hefur innkallað yfir 321 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna vandamála með afturljós.

Töluvert hefur verið um innkallanir hjá bílaframleiðandanum í Bandaríkjunum undanfarna mánuði, þar á meðal voru innkallaðir 40 þúsund bílar vegna mögulegs vandamáls með rafstýrikerfið.

„Í sjaldgæfum tilfellum,“ geta afturljósin á þeim bílum sem um ræðir kviknað af og til vegna hugbúnaðarvanda, sagði fyrirtækið í skjali til bandarískra yfirvalda sem snúa að öryggi í vegamálum, sem var gert opinbert um helgina.  

Bílaframleiðandinn, sem er eigu Elons Musk, segist ekki vita af neinu atviki eða slysum í tengslum við þetta vandamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert