„Það þarf að stöðva ofbeldið“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands (til vinstri). AFP

„Hugrekki Írana sem krefjast frelsis og jafnréttis á friðsaman hátt veitir mér innblástur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á auka­fund­i í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna sem var haldin í Genf í Sviss í morgun. 

Fundurinn var haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands til þess að fjalla um ástand mann­rétt­inda­mála í Íran í ljósi fram­göngu þarlendra yf­ir­valda gegn friðsöm­um mót­mæl­end­um und­an­farn­ar vik­ur.

Full­trúi Íran í mann­rétt­indaráðinu sagði Ísland og Þýska­land mis­nota stöðu sína í ráðinu með því að kalla til fundarins.

Þórdís sagði að mannréttindaráðið yrði að bregðast við mannréttindabrotunum sem írönsk stjórnvöld hafa framið. 

„Það þarf að stöðva ofbeldið og það þarf að stöðva ofbeldið gegn mannréttindum kvenna,“ sagði hún og bætti við að ráðið skuldi hugrökku konunum og stúlkunum í Íran að taka skýra afstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert