Pútín hyggst heimsækja austurhluta Úkraínu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Sergei Bobylyov

Vladimír Pútín forseti Rússlands, hyggst sjálfur heimsækja austurhluta Úkraínu, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá rússneskum stjórnvöldum. Ekki liggur þó fyrir hvenær sú heimsókn verður.

Iðnríkin G7 auk Ástralíu, samþykktu í gær verðþak á rússneska olíu. Samkvæmt því verður ekki heimilt að bjóða hærra en 8.500 krónur í tunnu af rússneskri hráolíu. 

Úkraína fagnaði þessari ákvörðun og lýsti því yfir að aðgerðirnar kæmu til með að eyðileggja efnahag Rússlands. 

„Við munum ekki samþykkja þetta verðþak,“ er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Kremlin stjórnarinnar. Þá bætti hann við að stjórnvöld væru að greina þessar aðgerðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert