Símanotkun varð Rússum að falli

Rússar koma saman í borginni Samara til að minnast 63 …
Rússar koma saman í borginni Samara til að minnast 63 hermanna sem féllu í flugskeytaárás Úkraínumanna á úkraínsku borgina Makiivka á gamlárskvöld. AFP/Arden Arkman

Rússneska varnarmálaráðuneytið greinir frá því í dag að farsímanotkun rússneskra hermanna í úkraínsku borginni Makiivka á gamlárskvöld sé helsta ástæða þess að Úkraínumönnum tókst að miða þá út og fella tugi í flugskeytaárás.

Sergei Sevrjúkov, yfirliðþjálfi í rússneska hernum, sagði í yfirlýsingu sem ráðuneytið birti að herinn ynni að því að rannsaka hvað gerðist en ljóst væri þó að helsta ástæðan væri fjöldi farsíma sem rússneskir hermenn hefðu kveikt á við áramótafagnað þrátt fyrir bann við notkun þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert