Dularfulli bókaþjófurinn játar sök

Bernardini átti í samskiptum við Hólmfríðu Matthúasdóttur, útgáfustjóra Forlagsins, en …
Bernardini átti í samskiptum við Hólmfríðu Matthúasdóttur, útgáfustjóra Forlagsins, en hún áttaði sig fljótt á að ekki væri allt með felldu. Þá hafði hann einnig samband við Einar Kárason, Fríðu Ísberg og Björn Halldórsson, en þau sáu öll við honum. mbl.is

Bókaþjófurinn bíræfni hefur játað sök í dularfulla handritastuldarmálinu, en samkvæmt upplýsingum frá embætti aðalríkissaksóknara í New York, gekkst hann við því að hafa stundað rafræna svikastarfsemi. 

Hámarksrefsing fyrir umrætt brot er 20 ára fangelsi, en ákvörðun um refsingu verður tilkynnt þann 5. apríl, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu

Bókaþjófurinn var handtekinn í New York fyrir tæpu ári síðan en hann hefur neitað sök þar til núna. Maðurinn heitir Filippo Bernardini og starfaði á réttindaskrifstofu bandaríska bókaútgefandans Simon & Schuster, í London í Bretlandi. 

Íslendingarnir sáu í gegnum þrjótinn

Í fimm ár hafði Bernardini hrellt heim rit­höf­unda, for­leggj­ara og þýðenda, með því að villa á sér heim­ild­ir og fá þá til að senda sér óút­gef­in hand­rit. Alls tókst honum að komast yfir fleiri en þúsund handrit óútgefinna bóka rithöfunda, þar á meðal íslenskra höfunda. 

Nýtti hann sér þá þekkingu sem hann hafði úr bransanum og útbjó 160 mismunandi netföng þar sem hann villti á sér heimildir, en hann nýtti sér nöfn fleiri hundruð einstaklinga. 

Bernardini átti í samskiptum við Hólmfríðu Matthíasdóttur, útgáfustjóra Forlagsins, en hún áttaði sig fljótt á að ekki væri allt með felldu. Þá hafði hann einnig samband við Einar Kárason, Fríðu Ísberg og Björn Halldórsson, en þau sáu öll við honum. 

Ekki er enn vitað hvað bókaþjófnum gekk til, en hann krafðist aldrei lausnargjalds, og bækurnar birtust hvergi, þó hann hafi sankað þeim að sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert