Sprengjuárás nærri utanríkisráðuneyti Afganistan

Öryggissveit Talíbana stendur vörð þar sem vegi hefur verið lokað …
Öryggissveit Talíbana stendur vörð þar sem vegi hefur verið lokað eftir sjálfsmorðsárás nærri utanríkisráðuneyti Afganistan í Kabúl í dag. AFP/Wakil Kohsar

Sprengja sprakk nærri utanríkisráðuneyti Afganistans í Kabúl laust fyrir hádegi í dag að íslenskum tíma. Um sjálfsmorðsárás var að ræða en árásarmaðurinn er talinn hafa ætlað að komast inn í ráðuneytið. Hann hafði ekki árangur sem erfiði.

Lögreglan í Afganistan segir að minnsta kosti fimm látna og nokkra særða en talíbanar segja að minnsta kosti 20 manns hafi fallið í árásinni. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér.

Sprengjan sprakk um klukkan 16 að staðartíma á vel vöktuðu svæði en nokkur sendiráð eru í götunni.

Þetta er önnur sprengjuárásin í Kabúl frá áramótum. Á nýársdag sprakk sprengja nærri herflugvellinum í Kabúl sem bæði banaði fólki og særði aðra. Ríki íslams lýsti ábyrgð á árásinni á hendur sér og sagði hana hafa fellt 20 manns og sært 30. Talíbanar höfnuðu þeirri tölu en eiga eftir að gefa út opinbera tölu látinna.

Brotin rúða á vettvangi í dag.
Brotin rúða á vettvangi í dag. AFP/Wakil Kohsar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert