Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að tæplega 60 þúsund dauðsföll tengd Covid-19 hafi orðið í landinu á rétt rúmum mánuði.
Þetta eru fyrstu tölurnar frá Kínverjum um dauðsföll af völdum veirunnar síðan takmörkunum var aflétt í landinu.
Í desember áður en takmörkunum var aflétt sögðu Kínverjar að nokkrir tugir hafi látist vegna Covid-19 í mánuðinum þrátt fyrir fregnir um að sjúkrahús væru yfirfull og að líkbrennslum hafi fjölgað mjög í landinu.