Leit hætt og 20 enn saknað

Björgunarmenn við störf í Dnípro.
Björgunarmenn við störf í Dnípro. AFP/Sergei Chuzavkov

Leit hefur verið hætt að fórnarlömbum flug­skeyta­árásar Rússa síðastliðið laugardagskvöld á íbúðar­hús í borg­inni Dnípró í Úkraínu. Minnst 45 eru látin og 79 særð en 20 er enn saknað. Stjórnvöld í Rússlandi hafa neitað að lýsa ábyrgð á hendur sér.

Meðal hinna látnu voru sex börn, hið yngsta var aðeins 11 mánaða gamalt.

Ant­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna fordæmdi árásina og sagði hana líklega falla und­ir stríðsglæpi.

Sam­tök­in Supp­ort for Ukraine Ice­land boðuðu til mót­mæla fyr­ir utan rúss­neska sendi­ráðið í gærkvöld vegna stríðsreksturs Rússa og eldflaugaárásarinnar á Dnípró og annarrar á Kænugarð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert