Sögulegu samkomulagi náð í New York

Viðræðurnar hafa staðið yfir í rúm 15 ár.
Viðræðurnar hafa staðið yfir í rúm 15 ár. AFP/Daniel Slim

Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa loks náð samkomulagi um verndun vistkerfa úthafa jarðarinnar, eftir yfir fimmtán ára viðræður. Samkomulagið náðist í New York í nótt eftir tveggja vikna stöðugar viðræður og að lokum maraþonfund sem stóð yfir næstum 48 klukkutíma.

Um er að ræða verndun viðkvæmra svæði þar sem lífríkið er mjög fjölbreytt. Svæðin ná yfir rúmlega 60 prósent af öllu hafinu og næstum helming af yfirborði jarðarinnar.

Innihald samningsins hefur ekki enn verið gert opinbert, en hann mun taka gildi um leið og lögfræðingar hafa farið yfir hann og eftir að hann hefur verið þýddur yfir á öll sex opinberu tungumál Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert