Netanyahu fær gangráð

Netanyahu gekkst undir aðgerð í dag.
Netanyahu gekkst undir aðgerð í dag. AFP/Jack Guez

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, gekkst undir gangráðsaðgerð í dag. Ráðherrann segist vera í góðu standi eftir aðgerðina.

Gangráður er græddur í einstaklinga þegar ákveðnar truflanir verða í leiðslukerfi hjartans. Fyrir viku eyddi Netanyahu, sem er 73 ára, nótt á spítala eftir að hafa fundið fyrir svima.

Mikil mótmæli hafa geisað í Ísrael á undanförnum mánuðum vegna umdeildra laga­frum­varpa rík­is­stjórnar Net­anya­hu. Frumvörpin snúast um að draga úr valdi dómstóla. Telja sumir áform ríkisstjórnarinnar ógna lýðræði landsins.

Mikil mótmæli hafa geisað í landinu.
Mikil mótmæli hafa geisað í landinu. AFP/Jack Guez

Á mánudaginn er búist við að þing Ísraela muni greiða atkvæði um eitt þessara umdeildu frumvarpa, en það frumvarpið takmarkar möguleika hæstaréttardómara til að ógilda  stjórnvaldsákvarðanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka