Biden mögulega á leið til Ísraels

Joe Biden Bandaríkjaforseti gæti verið á leið til Ísraels.
Joe Biden Bandaríkjaforseti gæti verið á leið til Ísraels. AFP/Brendan Smialowski

Joe Biden Bandaríkjaforseti hætti á síðustu stundu við fyrirhugaða ferð til Colorado-ríkis í dag. Þetta ýtti undir grunsemdir um að forsetinn sé þess í stað á leið til Ísraels til að sýna ríkinu stuðning sinn. 

Vitað er að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafi boðið forsetanum að koma. Hvíta húsið hefur þó ekkert tilkynnt um ferðaáætlanir Bidens. 

Þó nokkrar fréttaveitur, þar á meðal CNN, hafa sagt að ísraelsk og bandarísk yfirvöld séu að ræða mögulega heimsókn forsetans sín á milli.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, er staddur í Jerúsalem. Hann hefur heimsótt Ísrael tvisvar sinnum á innan við viku.

Biden hefur ítrekað lýst yfir miklum stuðningi við Ísraelsmenn í átökum þeirra við Hamas-liða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka