Blinken kominn aftur til Ísraels

Antony Blinken og Benjamin Net­anjahú á blaðamannafundi í Tel Aviv …
Antony Blinken og Benjamin Net­anjahú á blaðamannafundi í Tel Aviv í síðustu viku. AFP

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er snúinn aftur til Ísrael eftir að hafa ferðast til sex Arabaríkja. 

Ráðherrann, sem var í Ísrael á fimmtudaginn í síðustu viku, lenti á flugvelli við Tel Aviv í morgun og mun ræða við Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag.

Þá hefur Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, boðað komu sína til Ísraels á morgun, til að sýna samstöðu með þjóðinni í kjölfar árásar vígasamtakanna Hamas fyrir rúmri viku síðan. Átök hafa geisað milli Hamas og Ísraelshers síðan þá. Scholz hefur heitið fullum stuðningi við Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka