Þýsk stjórnvöld vara þau írönsku við því að hella olíu á eld átaka Ísraela og Hamas-samtakanna í kjölfar þess er íranski forsætisráðherrann Hossein Amin-Abdollahian fundaði með Ismail Haniyeh, leiðtoga Hamas-samtakanna, í Doha, höfuðborg Katar, í gær.
„Hver sá sem kýs að leika sér að eldinum við þessar aðstæður, hella olíu á hann eða kveikja hann með einhverjum öðrum gjörðum ætti að hugsa sig tvisvar um þar sem við horfum hugsanlega fram á stórátök á svæðinu [Ísrael, Gasa],“ sagði Sebastian Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, í aðvörunarorðum sínum.