Danskur þingmaður sakaður um tælingu

Mike Villa Fonseca er nú í veikindaleyfi.
Mike Villa Fonseca er nú í veikindaleyfi. Skjáskot/Instagram

Danski þingmaðurinn Mike Villa Fonseca hefur sagt skilið við stjórnmálaflokk sinn Moderaterne og er því nú þingmaður utan flokka. Ástæðan er sú að hann á fimmtán ára gamla kærustu, sem brýtur gegn siðareglum Moderaterne. Þingkona Moderaterne segir Fonseca tæla stúlkuna.

Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, staðfesti í gær við danska fjölmiðilinn TV2 að Fonseca, sem er 28 ára, væri í sambandi með fimmtán ára stúlku.

Samkvæmt siðareglum flokksins mega fulltrúar flokksins ekki eiga í kynferðislegu sambandi við börn. Að sögn Rasmussen er hann því ekki velkominn aftur í flokkinn.

Lars Løkke Rasmussen telur ekki vera í lagi að þingmaðurinn …
Lars Løkke Rasmussen telur ekki vera í lagi að þingmaðurinn sé í sambandi með 15 ára stúlku. AFP/Kenzo Tribouillard

Monika Rubin, þingkona Moderaterne, skrifaði Facebook-færslu um málið í dag. Hún segir Fonseca misnota stöðu sína til að tæla stúlkuna. Enn fremur segist hún vera vonsvikin yfir því að hann sitji enn á þingi.

Með samþykki foreldra

Fonseca er nú í veikindaleyfi frá þingstörfum en þegar hann snýr aftur verður hann þingmaður án flokka.

Það er ekki ólöglegt í Danmörku að eiga í kynferðislegu sambandi við börn á aldrinum 15-17 ára. Fonseca hefur sagt sambandið við stúlkuna vera með samþykki hennar og foreldra hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert