Senda 50 landamæraverði til Finnlands

Forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo ávarpaði blaðamenn í gær þar sem …
Forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo ávarpaði blaðamenn í gær þar sem hann tilkynnti lokun landamæranna. AFP/Seppo Samuli

Landamæraeftirlit Evrópusambandsins, Frontex mun senda 50 landamæraverði að landamærum Finnlands til austurs, en fjöldi fólks hefur leitað yfir landamæri Finnlands frá Rússlandi eftir að stríðið í Úkraínu hófst. 

Ásamt 50 landamæravörðum mun Frontex senda búnað á borð við bíla, til þess að styrkja landamæraeftirlit landsins. 

Í yfirlýsingu frá Frontex segir að allt tilheyrandi ætti að vera komið til Finnlands í fyrsta lagi í næstu viku. 

Búið að loka landamærunum

Yfirvöld í Finnlandi tilkynntu í gær að landamærunum yrði lokað til austurs, að nyrsta hlutanum undanskildum.

Þá sögðu þau yfirvöld í Rússlandi bera ábyrgð á þeim mikla fjölda fólks sem leitað hefur yfir landamærin og sakaði forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, yfirvöld í Rússlandi um að vísvitandi ferja fólk yfir landamærin með skipulögðum og kerfisbundnum hætti. 

Eins og staðan er nú eru 10 landamæraverðir frá Frontex við landamæri Finnlands til austurs, en landamærin teygja sig um 1.300 kílómetra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert