Sjö saknað eftir að þyrlan fórst

Brak úr þyrlunni.
Brak úr þyrlunni. AFP/Japan Out

Sjö manns er nú saknað eftir að Osprey-þyrla bandaríska hersins fórst undan ströndum Japan. Þyrlan brotlenti við eyjuna Yakushima í gær en vélin var í æfingarflugi. 

Varnarmálaráðherra Japan segist hafa kallað eftir því við Bandaríkjaher að ekki yrði flogið á Osprey-þyrlum í lofthelgi Japan í ljósi slyssins.

Einn úrskurðaður látinn

Einn áhafnarmeðlima fannst meðvitundarlaus í sjónum í gær og var hann úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. 

Bandaríski herinn segir að átta hafi verið um borð, en landhelgisgæsla Japan sagði síðar að sex hefðu verið um borð. Herinn leiðrétti það aftur og segir átta hafa verið um borð. Í tilkynningu frá hernum segir að ekki sé enn ljóst hvað olli slysinu. 

Japanska lögreglan hefur fengið tilkynningar um að kviknað hafi í þyrlunni og að eldur hafi sést í vinstri vél þyrlunnar. 

Landhelgisgæsla Japans leitaði alla nóttina og er leitað bæði úr lofti og sjó.

MV-22 Osprey-þyrla í eigu Bandaríkjahers. Samskonar þyrla brotlenti undan ströndum …
MV-22 Osprey-þyrla í eigu Bandaríkjahers. Samskonar þyrla brotlenti undan ströndum Japan. AFP/Charly Triballeau
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert