Framhald átaka á Gasa hörmulegt

Volker Turk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, kveður framhald átaka Ísraela við hryðjuverkasamtökin Hamas á Gasasvæðinu í dag skelfileg og segir ástandið þegar komið á neyðarstig og gott betur, „beyond crisis point“ eins og hann orðar það.

„Framhald viðsjánna á Gasa er er hörmulegt. Ég hvet hvern þann aðila og ríki, sem eiga þess kost að hafa áhrif á deiluaðilana, til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja vopnahlé [...] í nafni mannúðar og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu er hann sendi frá sér.

Volker Turk talar á blaðamannafundi í Kaíró í Egyptalandi 8. …
Volker Turk talar á blaðamannafundi í Kaíró í Egyptalandi 8. nóvember þar sem ástandið á Gasasvæðinu var til umræðu. AFP/Khaled Desouki
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert