Ísraelsher vissi af stríðsáætlun Hamas

Myndin sýnir eldflaugaárásir Hamas á Ísrael 7. október.
Myndin sýnir eldflaugaárásir Hamas á Ísrael 7. október. AFP/Mahmud Hams

Stjórnvöld í Ísrael höfðu góða hugmynd um hvernig hryðjuverkasamtökin Hamas ætluðu að ráðast á Ísrael í skyndi ef marka má umfjöllun bandaríska blaðsins New York Times

Blaðið kveðst hafa undir höndum skjal sem sýnir fyrirætlanir Hamas, þó tímasetning árásar komi ekki fram. Blaðamenn sem rýnt hafa í skjalið segja að þar megi finna nákvæma áætlun sem Hamas virðist hafa fylgt í árás sinni 7. október. 

Ekki víst hvort forsætisráðherra vissi af áætluninni

New York Times segist hafa heimildir fyrir því að æðstu ráðamenn í her og leyniþjónustu Ísraels hafi fengið skjalið þó ekki liggi fyrir hvort stjórnmálamenn í landinu hafi vitað af því. Þá er ekki ljóst hvort Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi verið kunnugt um áætlunina.

Hernaðaryfirvöld í Ísrael eru sögð hafa ákveðið að ekki væri víst hvort stjórnendur Hamas hefðu samþykkt aðgerðirnar. 

Þá taldi herinn að Hamas gæti ekki gert svo víðtæka og skipulagða árás á Ísrael.

Ísraelsk fjölskylda leitar skjóls í Ashkelon eftir að Hamas-liðar hófu …
Ísraelsk fjölskylda leitar skjóls í Ashkelon eftir að Hamas-liðar hófu árás í borginni 10. október. AFP/Jack Guez

Aðvaranir hundsaðar

Fram kemur að innan leyniþjónustu Ísraels hafði viðvörunarbjöllum verið hringt en að þær hafi verið hundsaðar. Sagði hann að þarna væri um árásarplan væri að ræða. Aftur var viðvörunarbjöllum hringt í júlí, þremur mánuðum áður en árásin var gerð. Stjórnendur innan hersins hundsuðu aftur þær aðvaranir.

Ísraelsher var kunnugt um þessar fyrirætlanir Hamas meira en ári áður en árásin var gerð 7. október. 

Stjórnvöld í Ísrael segja 1.200 hafa látist í skyndiárás hryðjuverkasamtakanna á Ísrael. 15 þúsund manns eru sagðir hafa látist í gagnárás Ísraelshers á Gasasvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert