Mikið mannfall á Gasa í dag

Ísraelsmenn hófu loftárásir á Gasa í morgun eftir vikulangt vopnahlé.
Ísraelsmenn hófu loftárásir á Gasa í morgun eftir vikulangt vopnahlé. AFP

Heil­brigðis­yf­ir­völd á Gasa, sem stjórnað ef af hryðju­verka­sam­tök­un­um Ham­as, segja að 178 manns hafi fallið í valinn frá því vopnahléi lauk á Gasasvæðinu í morgun.

Vopnahléið stóð yfir í sjö daga en snemma í morgun að íslenskum tíma hóf ísraelski herinn árásir á nýjan leik en talsmenn ísraelska hersins segja að Hamas hafi ekki farið eftir þeim samningum sem gerðir voru um vopnahlé.

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna vara við hörmulegu mannúðarástandi á Gasa þar sem sjúkrahús eigi erfitt með að hlúa að særðum eftir vikulangt hlé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka