Fundu tvö lík til viðbótar eftir eldgos

Öskuský yfir Marapi-fjalli.
Öskuský yfir Marapi-fjalli. AFP

Björgunarsveitarmenn hafa fundið lík tveggja kvenna til viðbótar við þau ellefu sem þegar hafa fundist á eldfjalli sem gaus í Indónesíu. Tíu manns er enn saknað.

Um 75 göngumenn voru á Marapi-fjallinu á eyj­unni Su­mötru þegar hóf að gjósa, en 49 manns komu sér niður af fjallinu af sjálfsdáðum og þá fundu björgunarsveitarmenn þrjá á lífi.

Tvö lík fundust til viðbótar við þau ellefu sem fundust …
Tvö lík fundust til viðbótar við þau ellefu sem fundust í gær. Tíu manns er enn saknað. AFP

Í kappi við tímann

Eldfjallið hóf að gjósa á sunnudaginn og spúði þriggja kílómetra háu öskuskýi og hefur askan þakið nærliggjandi þorp. 

Gosið er enn virkt og þurfti að gera hlé á aðgerðum af öryggisástæðum í gærdag. Hófust aðgerðir að nýju í morgun og fundust lík kvennanna skömmu síðar. 

Björgunarsveitir á svæðinu segjast nýta tímann meðan eldfjallið er tiltölulega rólegt og séu því í kappi við tímann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert