Ráðast á skip á Rauða hafinu

Flutningaskip frá Maersk hafa orðið fyrir árásum.
Flutningaskip frá Maersk hafa orðið fyrir árásum. AFP

Tvö af stærstu skipafélögum heims Maersk og Hapaq-Loyd hafa tilkynnt um að þau hyggist hætta skipaferðum um Rauða hafið tímabundið. 

Ástæðan er árásir uppreisnarhópa í Jemen. Sérstaklega frá Hútí-fylkingunni sem stjórnar stærstum hluta Jemen. Hún nýtur stuðnings Íran og undanfarið hefur borið á árásum á skip á vegum skipafélaganna.

Tilgangurinn er sagður sá að þrýsta á Ísraela um að láta af innrás á Gasa. Ísraelsmenn njóta innflutts farms sem skipin bera.

Í tilkynningu frá hinu þýska Hapaq-Loyd verða skipaflutningarnir stöðvaðir til 18. desember til að byrja með og sambærileg yfirlýsing barst frá Maersk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert