Um 6.300 manns féllu fyrir símasvindli

Fimm manns hafa verið handteknir grunaðir um aðild að málinu.
Fimm manns hafa verið handteknir grunaðir um aðild að málinu. AFP/Justin Sullivan

Rúmlega 6.300 manns féllu fyrir símasvindli í Singapúr á síðasta ári og töpuðu samtals um 16 milljón dollurum, eða rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, að sögn lögreglunnar í Singapúr. 

Símasvindl virkar þannig að haft er samband símleiðis við fórnarlambið og óskað eftir fjárhagsaðstoð. Stundum þykist svindlarinn vera náinn fórnarlambinu, stundum ekki. 

Fimm Malasíumenn hafa verið framseldir til Singapúr grunaðir um að hafa rænt einni milljón dollara, eða um 139 milljónum íslenskra króna, með því að leika á fólk með þessum hætti. 

Verða þeir ákærðir fyrir að eiga í samsæri um að svindla á fólki og geta átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi auk sektar ef þeir verða fundir sekir um verknaðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert