Hröpuðu til bana á Matterhorn

Matterhorn.
Matterhorn. AFP

Tveir fjallgöngumenn létu lífið í vikunni þegar þeir hröpuðu rúman kílómetra niður hlíð fjallsins Matterhorn í Sviss. 

Lögregla í kantónunni Wallis sagði í dag, að tveir fjallgöngumenn hefðu lagt af stað á miðvikudag og ætlað að klífa Matterhorn. Björgunarsveitir voru kallaðar út þegar mennirnir komu ekki til baka á fyrirfram ákveðnum tíma. 

Eftirlitsflugvél fann lík mannanna tveggja í norðurhlíð fjallsins. Segir lögregla að rannsókn sé hafin en ljóst sé að mennirnir hafi hrapað rúman kílómetra niður fjallið. 

Matterhorn, sem er við landamæri Sviss og Ítalíu, er eitt helsta þjóðartákn Sviss. Það er eitt hæsta fjall í Ölpunum, 4.478 metra hátt, og var fyrst klifið árið 1865. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert