Skógareldar valda tjóni í Tyrklandi

Izmir er vinsæll ferðaáfangastaður
Izmir er vinsæll ferðaáfangastaður AFP/KEMAL ASLAN

Tyrknesk yfirvöld hafa rýmt fjölda bygginga í borginni Izmir í dag vegna skógarelda sem hafa nú náð til borgarinnar. 

Yfirvöld segja að sextán byggingar hafi skemmst af völdum eldanna.

Ibrahim Yumakli landbúnaðarráðherra Tyrklands segir minnst 87 hús og 44 fyrirtæki og skrifstofur hafa verið rýmd vegna eldanna. Athvarf fyrir flækingshunda er á meðal rýmdra bygginga.

Hvassviðri heftir björgunarstörf

Skógareldarnir kviknuðu í gær og hafa miklir vindar beint þeim í átt að Izmir sem er þriðja stærsta borg Tyrklands.

Sökum hvassviðris hefur ekki verið hægt að nýta þyrlur við að tefja för eldanna. 

Slökkvilið í landinu hafa aðstoðað heimamenn í Izmir við að ráða niðurlögum eldanna og hefur herinn verið virkjaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert