Fimm særðir eftir hnífstungu í Þýskalandi

Þrjú fórnarlömb eru lífshættu og tvö þeirra eru slösuð.
Þrjú fórnarlömb eru lífshættu og tvö þeirra eru slösuð. AFP/Silas Stein

Kona á fertugsaldri réðst á fimm manns í rútu og stakk þau með hníf í vesturhluta Þýskalands í dag, að sögn lögreglunnar í Þýskalandi. Árásin kemur viku eftir aðra banvæna hnífaárás sem skók landið.

Konan var handtekin eftir atvikið og samkvæmt yfirlýsingu lögreglu voru engar vísbendingar um að þetta væri hryðjuverk. Þrjú fórnarlömb eru í lífshættu, einn alvarlega særður og sá síðasti er lítið særður.

Miklar umræður um innflytjendamál

Fyrir viku síðan var önnur hnífastunguárás í Solingen sem skildi eftir sig þrjú dauðsföll og átta særða. Atvikið og þjóðerni árásarmannsins hefur vakið miklar umræður um innflytjenda- og hælisstefnu Þýskalands, en árásarmaðurinn var 26 ára gamall Sýrlendingur.

Þessar árásir hafa leitt til þess að ríkisstjórn Olaf Scholz hefur kynnt nýjar takmarkanir á vopnaburði á almenningsstöðum, auk þess að skerða bætur fyrir suma ólöglega innflytjendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert