Hyggst loka aðgangi að X í Brasilíu

Elon Musk og Alexandre de Moraes eru enn í deilum.
Elon Musk og Alexandre de Moraes eru enn í deilum. AFP/Etienne Laurent

Brasilíubúar standa frammi fyrir því að samfélagsmiðillinn X gæti verið lokaður eftir að Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, hafnaði úrskurði um að útnefna nýjan lagalegan fulltrúa fyrir fyrirtækið.

Musk átt í útistöðum við Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar í Brasilíu, vegna þess að X neitaði að verða við dómsúrskurði um að lokað yrði á notendur miðilsins sem dreifa fölskum upplýsingum þar.

Deilurnar milli Musk og Moraes hófust þegar Moraes skipaði X að loka nokkrum síðum sem tilheyrðu stuðningsmönnum Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem reyndu að varpa rýrð á úrslit forsetakosninganna 2022, sem Bolsonaro tapaði.

22 milljónir notenda

„Bráðlega er búist við því að dómari Alexandre de Moraes muni fyrirmæla að X verði lokað í Brasilíu – einfaldlega vegna þess að við viljum ekki hlýða ólöglegum fyrirmælum hans um að ritskoða pólitíska andstæðinga hans.“ segir í yfirlýsingu frá miðlinum sjálfum á X. 

Þetta kom í kjölfar þess að 24 klukkustunda frestur til að útnefna lagalegan fulltrúa rann út án þess að X hafi fullnægt kröfum dómara.

Forritið og vefsíðan eru þó enn aðgengileg fyrir þær 22 milljónir notendur samfélagsmiðilsins sem búsettir eru í Brasilíu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert