Rafmagnslaust í Venesúela

Rafmagnslaust er í Venesúela í dag.
Rafmagnslaust er í Venesúela í dag. AFP

Rafmagn fór víða af í Venesúela í gær sem stjórnvöld segja vera vegna skemmdarverka á raforkukerfi landsins.

Ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, hefur sakað stjórnarandstæðinga um að bera ábyrgð á rafmagnsleysinu. Venesúela lendir oft á tíðum í rafmagnsleysi, en versta rafmagnsleysið til að herja á landið var í mars 2019 og stóð yfir í nokkra daga.

„Það er erfitt að vera án rafmagns. Við vitum ekkert hvað er að gerast á daginn. Fólk óttast að þetta verði eins og árið 2019,“ segir Anyismar Aldana, 27 ára gjaldkeri á leið í vinnu í Caracas í verkamannahverfinu Petares í samtali við AFP. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert