51 lét lífið í sprengingunni

Unnið er að endurheimt á líkum hinna látnu.
Unnið er að endurheimt á líkum hinna látnu. AFP

51 lét lífið og 20 særðust í sprengingu í kolanámu í ríkinu Suður-Khorasan í Íran í gærkvöldi.

Sprengingin varð vegna gasleka en um er að ræða banvænasta vinnuslys í landinu í áraraðir.

Samkvæmt fréttaflutningi af málinu í Íran leiddi leki af metangasi til sprengingarinnar sem varð í tveimur hlutum námunnar sem er í eigu íranska einkafyrirtækisins Madanjoo.

Boðar rannsókn á atvikinu

Ríkissjónvarp Írans hefur sýnt myndskeið af sjúkrabílum og þyrlum á leið á námusvæðið til að flytja slasaða á sjúkrahús.

Sömuleiðis sýndu myndskeið frá sjónarvottum lík nokkurra fórnarlamba sprengingarinnar borin út úr námunni í námukerrum.

Javad Ghenaat, ríkisstjóri Suður-Khorasan þar sem sprengingin varð, sagði í viðtali við ríkissjónvarpið að björgunarsveitir væru þessa stundina að vinna að því að endurheimta lík þeirra sem létust í sprengingunni.

Þá vottaði Masoud Pezeshkian, forseti Írans, fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína í ávarpi áður en hann hélt á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York og fyrirskipaði sömuleiðis rannsókn á atvikinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert