Jafnaðarmenn í Brandenborg sluppu með skrekkinn

Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenborgar úr röðum jafnaðarmanna, virtist ekki sáttur …
Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenborgar úr röðum jafnaðarmanna, virtist ekki sáttur við niðurstöður úr útgönguspám. AFP

Þýski jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) er samkvæmt kosningaúrslitum stærsti flokkurinn á fylkisþinginu í Brandenborg.

Brandenborgarar gengu til kosninga í dag og SPD heldur naumlega forystu í sambandslandinu, þar sem hann hefur hefur örlítið forskot á hægri popúlistaflokkinn Alternative für Deutschland (AFD).

Flokkarnir höfðu mælst afar jafnir fram að kosningum en samkvæmt talningu féllu 30,9% atkvæða í skaut jafnaðarmanna á meðan AfD fékk rétt rúm 29% atkvæða.

AfD vann kvöldið

SPD hefur verið við völd frá sameiningu Þýskalands árið 1990. Jafnaðarmannaflokkurinn er flokkur Olafs Scholz kanslara og Brandenborg er hans heimavöllur.

Kosningarnar verða því að teljast mikill árangur fyrir AfD.

„Við erum sigurvegarar kvöldsins,“ lýsti Alice Weidel, annar leiðtogi AfP, yfir í samtali við dagblaðið Frankfurter allgemeine.

AfD hlaut rúmlega 30% at­kvæða í kosningum í Saxlandi í byrjun mánaðar og í kosningum í Þýringalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert